<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, júní 29, 2004

Ísland beint í æð!!

Ég og Inga skelltum okkur á Papaball um helgina og drógum mæður okkar með. Það var svakalegt stuð. Jafnaðist á við fimm líkamsræktartíma. Við dönsuðum eins og vitleysingar :). Mjöööög gott kvöld =). Svo er ég búin að fara tvisvar í sund síðan ég kom heim. Mmmmdaaa þetta er lífið ;).

Ég held svei mér þá að ólétta sé smitandi. Nú þekki ég fjórar manneskjur sem eru óléttar.

föstudagur, júní 25, 2004

Komin heim heim heim.

Ég steinsvaf alla leiðina í flugvélinni nema þegar maturinn var þannig að sú flugferð var ekki löng. Ógeðslega er orðið leiðinlegt sjónvarpsefni í flugi hjá Icelandair. Og tónlistin er ekkert til að hrópa húrra yfir fyrir nú utan það að það heyrist ekkert í henni. En nóg um kvart.

Ég fékk boðsmiða á frumsýningu á Fame í gær :). Rosalega flott sýning og skemmtileg og Sverrir stóð sig eins og hetja eins og alltaf að sjálfsögðu. Takk fyrir mig dúllurnar mínar.

Fyrsti vinnudagurinn minn er í dag. Ég á að byrja klukkan tólf og vera til átta. Það er óóógeðslegt veður úti og ég þarf að taka strætó... búhúúú. Ég hata íslenska strætóa. Í Danmörku eru þeir á þriggja mínútna fresti. Annars er voða gott að vera komin heim :). Ætla að fara að drífa mig í heimsóknir svona þegar ég hef tíma.

Later...

mánudagur, júní 21, 2004

Jebbs!

Þá er maður búinn í þessum leiðindaprófum. Núna er bara að "bíða" eftir að fara heim. Það er nú reyndar ekkert að bíða því það er nóg að gera og nógu gaman hér svosem ;). Ég þarf að útrétta trilljón og einn hlut... neeee get alveg dreift því yfir á dagana sem eftir eru þangað til ég kem heim. Ég lendi á miðnætti á miðvikudaginn fyrir þá sem ekki vita það.

Nú er Mette (vinkona mín af ganginum) búin að panta sér flugmiða til Íslands í lok ágúst því hún ætlar að koma og heimsækja mig og fallega landið mitt :). Svo fer hún samferða mér til Danmerkur aftur þann 30. ágúst. Það verður gífurlega spennandi.

Guðrún og Beggó komu í heimsókn í gær =). Rosa gaman að fá þau. Þau skoðuðu herbergið mitt og hvernig ég bý og svo fórum við á Café Norden á Strikinu og mér var boðinn þessi líka lúxus hádegisverður :). Svo fórum við í bíltúr til Køge því þau höfðu aulast til að gleyma jökkunum sínum á hótelinu sínu þar. Sem var reyndar ágætt því ég hef ekki fengið sunnudagsbíltúr...ég veit ekki hvað lengi ;). Takk æðislega fyrir mig Guðrún og Beggó (þó ég viti að þið lesið aldrei bloggið) hehe.

Ég held svei mér þá að Íslenska sumarið verði betra en það danska í ár (7, 9, 13). Búin að heyra að það sé bara bongóblíða alla daga heima og hérna er alltaf rigning og rok eða skýjað og kuldi. Ég og Raggaló ætluðum að vera svo duglegar og taka þátt í kvennahlaupi ÍSÍ á Amagerströnd 19. júní en þá var bara grenjandi úrhellisdemba. Við ákváðum þá að það væri nægileg afsökun fyrir að taka ekki þátt. Ekkert gaman að rölta 2 kílómetra í grenjandi rigningu ;Þ.

Ég ætla aðeins að raula yfir gítarnum mínum svona áður en ég kíki á plön dagsins. Íslandsbúar... hlakka til að sjá ykkur, Danmerkurbúar... ég á eftir að sakna ykkar.

laugardagur, júní 12, 2004

Jæja fólks...

Ég fór á tónleika með The Cardigans í gærkvöldi í tívolí. Rosa stuð og brjálað mikið af fólki. Gjörsamlega troðið. Mætti bara halda að það væri sautjándi júní ;). Talandi um sautjánda júní þá er planið að halda smá fest niðri á kollegibarnum mínum þann dag. Það var nú meiri hugmynd eins danans sem býr á kolleginu heldur en mín en hann talar um það í hvert einasta skipti sem hann hittir mig eða Hauk. Hahaha... honum langar svo að upplifa íslenska þjóðhátíðardaginn.

Jæja núna eru bara 11 dagar þangað til ég fer heim. Ég er búin að fara í tvö próf (sem er í raun eitt og sama prófið). Það gekk ekkert alltof vel en fyrir þá sem ekki vita það þá ætla ég að taka fyrsta árið aftur. Hvað er eitt ár til eða frá í háskólanámi. Eitt próf eftir og svo er ég flogin heim á klaka.

Later...

This page is powered by Blogger. Isn't yours?